50. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. maí 2014 kl. 15:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 15:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 15:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 15:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:00
Sigrún Magnúsdóttir (SigrM), kl. 15:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 15:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00

Karl Garðarson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 15:00
Fundargerðir 47. - 49. fundar samþykktar.

2) Vinnueftirlit ríkisins. Skýrsla um ítrekaða eftirfylgni Kl. 15:05
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðunar. Kristín Kalmansdóttir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá fulltrúa velferðarráðuneytis á fund nefndarinnar vegna málsins ásamt Ríkisendurskoðun.

3) Keilir ehf. Ríkisframlög og árangur (2010) Skýrsla um eftirfylgni. Kl. 15:15
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðunar. Þórir Óskarsson fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis á fund vegna málsins ásamt Ríkisendurskoðun.

4) Lækningaminjasafn Íslands Kl. 15:25
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðunar. Þórir Óskarsson fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis, forsætisráðuneytis, Þjóðminjavörð og fulltrúa Ríkisendurskoðunar á fund vegna málsins.

5) Átaksverkefni um tannlækningar fyrir börn tekjulágra forráðamanna Kl. 15:45
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðunar. Kristín Kalmansdóttir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að vekja athygli velferðarnefndar á málinu og ítreka ábendingar Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins og ljúka þannig umfjöllun nefndarinnar um málið.

6) Sjúkrahúsið á Akureyri. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:00
Á fundinn komu Kristín Kalmansdóttir, Þórir Óskarsson, Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir og Elísabet Stefánsdóttir frá Ríkisendurskoðunar. Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir fór yfir skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að óska eftir að landlæknir komi á fund nefndarinnar vegna málsins.

7) Önnur mál Kl. 16:20
Formaður kynnti nefndinni að fulltrúar dönsku ríkisendurskoðunarinnar væru væntanlegir næsta haust og hefðu áhuga á að hitta fulltrúa í nefndinni.

Formaður kynnti einnig að framsögumaður 13. máls, þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldamerkið (notkun fánans), hefði hug á að fjalla um málið að nýju og að fyrirhugað væri að taka málið fyrir á næsta fundi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20